TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, sagðist í samtali við The Sentinel , staðarblaðið í Stoke On Trent, á laugardag hafa áhyggjur af liði sínu fyrir næstu leiktíð því marga leikmenn vantar frá því á sl. keppnistímabili.
TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, sagðist í samtali við The Sentinel, staðarblaðið í Stoke On Trent, á laugardag hafa áhyggjur af liði sínu fyrir næstu leiktíð því marga leikmenn vantar frá því á sl. keppnistímabili. "Það vantar alveg ótrúlega marga í liðið frá því í fyrra. Mark Crossley, Ade Akinbiyi, Peter Handyside, Steve Banks, Lee Mills, Paul Warhurst og Mark Williams eru farnir og verða ekki með okkur á næsta ári. Svo er spurning hvað James O´Connor og Brynjar Gunnarsson eiga eftir að gera en þeir eru báðir með samningstilboð frá okkur í höndunum. Þá held ég að Sergei Shtaniuk hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið, því miður. Hann er að leita á önnur mið," sagði Pulis áhyggjufullur.

Stoke-liðið hóf æfingar í síðustu viku og þeir Brynjar Gunnarsson og James O´Connor voru ekki mættir til æfinga en Pulis segist hafa vonast eftir því að sjá Brynjar sem fyrst.