Þessi ungi tjaldbúi brá á leik í stinningskaldanum í Njálsbúð í gær og notaði tjald sitt sem frumstæðan flugdreka.
Þessi ungi tjaldbúi brá á leik í stinningskaldanum í Njálsbúð í gær og notaði tjald sitt sem frumstæðan flugdreka. "Nú vantar bara langan spotta," sagði Stefán Halldórsson um þessa tilraun sína, sem vakti mikla kátínu nærstaddra og var það mál manna að þessi skemmtilega nýbreytni í notkun útilegubúnaðar væri jafnvel efni í jaðaríþrótt.