Tom Hanks er strandaður á eyðieyju og enga björg að fá nema þá sem hann getur skapað sér sjálfur.
Tom Hanks er strandaður á eyðieyju og enga björg að fá nema þá sem hann getur skapað sér sjálfur.
TOM HANKS var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Cast Away þar sem hann leikur skipreka mann sem fyrir algjöra slembilukku bjargast eftir að flutningavél sem hann ferðast með ferst einhvers staðar í Kyrrahafinu.
TOM HANKS var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Cast Away þar sem hann leikur skipreka mann sem fyrir algjöra slembilukku bjargast eftir að flutningavél sem hann ferðast með ferst einhvers staðar í Kyrrahafinu.

Við fyrstu sýn mætti hann kallast heppinn að lifa brotlendinguna af en þegar hann þarf að takast á við það að komast af á eyju fjarri öllu og öllum þá fer mann að gruna að hann hefði kannski betur farist með vélinni.

Hanks á leiksigur í hlutverki Chuck Noland sem þraukar með úrræðasemi á eyjunni smáu og túlkar með afbrigðum sálræn átök þess sem upplifir algjöra einveru. Eftir að hafa dvalið á eyjunni um langa hríð gerir hann sér grein fyrir hversu sáralitlar líkur eru á björgun og heldur út á haf á fleka, og vonar að einhver finni hann og komi honum heim. En hvað tekur við ef hann kemst loksins heim eftir áralanga fjarveru, þegar allir sem unnu honum telja hann látinn?

Leikstjóri er Robert Zemeckis sem einnig leikstýrði What Lies Beneath, Forrest Gump, Death Becomes Her og Back to the Future myndunum þremur.

Cast Away er á dagskrá Bíórásarinnar í dag kl. 8 og 16.