Kór Öldutúnsskóla í Dómkirkjunni í Sevilla.
Kór Öldutúnsskóla í Dómkirkjunni í Sevilla.
KÓR Öldutúnsskóla fór í vel heppnaða tónleikaferð til Spánar og Portúgals í júnímánuði. Sungið var í portúgölsku borgunum Faro og Sao Bras við góðar undirtektir. Á hvítasunnudag hélt kórinn til Spánar og söng við hámessu í Dómkirkjunni í Sevilla.
KÓR Öldutúnsskóla fór í vel heppnaða tónleikaferð til Spánar og Portúgals í júnímánuði. Sungið var í portúgölsku borgunum Faro og Sao Bras við góðar undirtektir. Á hvítasunnudag hélt kórinn til Spánar og söng við hámessu í Dómkirkjunni í Sevilla. Eftir messuna hélt kórinn áfram að syngja og var klappað lof í lófa. Dómkirkjan í Sevilla er geysistór og fögur miðaldabygging enda þriðja stærsta kirkja í heimi, hlaðin skrauti, helgimyndum og fögrum gluggum. Þar má m.a. sjá gröf Kólumbusar. Stundin í kirkjunni verður kórfélögum ógleymanleg.

Stofnandi og stjórnandi

Kórs Öldutúnsskóla,

Egill Friðleifsson

.