ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hafnaði í 5. sæti er hún stökk 4,41 metra á alþjóðlegu móti í Grikklandi í gær. Hún átti síðan þrjár misheppnaðar tilraunir við nýtt Norðurlandamet, 4,52.
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hafnaði í 5. sæti er hún stökk 4,41 metra á alþjóðlegu móti í Grikklandi í gær. Hún átti síðan þrjár misheppnaðar tilraunir við nýtt Norðurlandamet, 4,52. Rússneskir stangarstökkvarar hrepptu þrjú efstu sætin. Svetlana Feofanova fór hæst er hún lyfti sér yfir 4,62 m og nöfnunarnar Jelena Beljakova og Jelena Isinbajeva komu þar á eftir, stukku yfir 4,52. Tékkinn Pavla Hamackova varð í fjórða sæti með 4,52 m eins og rússnesku nöfnurnar en notaði fleiri tilraunir og hafnaði því í fjórða sæti. Alls voru tíu keppendur í stangarstökkinu.

Þórey Edda keppir næst í Lapinlahti í Finnlandi næsta sunnudag