Í DRÖGUM að náttúruverndaráætlun, sem finna má á www.ust.is og lögð verða fyrir Alþingi í haust, eru tillögur um að friða eða vernda alls 77 svæði á næstu árum. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heimsækja sem flest svæði í áætluninni. Dagana 28.
Í DRÖGUM að náttúruverndaráætlun, sem finna má á www.ust.is og lögð verða fyrir Alþingi í haust, eru tillögur um að friða eða vernda alls 77 svæði á næstu árum. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heimsækja sem flest svæði í áætluninni.

Dagana 28. júní til 3. júlí var umhverfisráðherra, ásamt starfsmönnum, á ferð til þess að kynna sér svæði á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Alls voru skoðuð um 30 svæði í ferðinni sem ná frá Hörgárósum í norðri, suður í Meðalland undir leiðsögn heimamanna.

Ítarleg ferðasaga og svæðislýsingar úr ferð dagana 28. júní til 3. júlí og

ferð um Reykjanes þann 11. júní sl. eru í máli og myndum á vef ráðherra sem er aðgengilegur fyrir almenning á vefslóðinni www.siv.is.