AUKIN skjálftavirkni mældist í norðaustanverðri Bárðarbungu á Vatnajökli á laugardagskvöld. Fyrsti skjálftinn mældist þrír á Richterskvarða og varð hann rétt fyrir tíu um kvöldið.
AUKIN skjálftavirkni mældist í norðaustanverðri Bárðarbungu á Vatnajökli á laugardagskvöld. Fyrsti skjálftinn mældist þrír á Richterskvarða og varð hann rétt fyrir tíu um kvöldið. Þremur mínútum seinna mældist annar minni skjálfti, og um klukkutíma síðar enn tveir. Um hálftólf mældist síðasti skjálftinn í þessari hrinu.

Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, sérfræðings á jarðeðlissviði Veðurstofunnar, er þetta meiri virkni en vanalega mælist á þessu svæði. Hins vegar sé ekkert sem bendi til þess að svo stöddu að meiri atburðir séu í uppsiglingu. Veðurstofan fylgist vel með skjálftavirkni á svæðinu þar til um hægist.