ENGIN lyf af bannlista fundust í 25 íslenskum íþróttamönnum sem voru prófaðir í lok maí, áður en íþróttafólkið hélt á Smáþjóðaleikana á Möltu. Niðurstöður liggja nú fyrir og allir komu vel út úr prófuninni.
ENGIN lyf af bannlista fundust í 25 íslenskum íþróttamönnum sem voru prófaðir í lok maí, áður en íþróttafólkið hélt á Smáþjóðaleikana á Möltu. Niðurstöður liggja nú fyrir og allir komu vel út úr prófuninni.

Þetta er fjölmennasta lyfjapróf sem tekið hefur verið hér á landi. Fjórir körfuknattleiksmenn, tveir karlar og tvær konur, voru prófaðir, þrír blakarar, fjórir júdókappar, tennisleikari, þrír sundmenn, tveir skvassspilarar, siglingamaður, fjórir frjálsíþróttamenn, skotmaður og tveir borðtennisspilarar.

Þá liggja fyrir niðurstöður úr lyfjaprófum sem tekin voru í tengslum við úrslitaviðureign Hauka og ÍR í handbolta karla í vor. Þar voru fjórir leikmenn, tveir úr hvoru liði, prófaðir og reyndist allt í lagi með þá.