Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, heimsóttu Vestmannaeyjar í tilefni af hátíðarhöldum til minningar um að nú eru 30 ár liðin frá því að eldgosi á Heimaey lauk.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, heimsóttu Vestmannaeyjar í tilefni af hátíðarhöldum til minningar um að nú eru 30 ár liðin frá því að eldgosi á Heimaey lauk. Í helli í Ystakletti lék Hjálmar Guðnason á trompet fyrir forsetahjónin. Eftir þá ferð tóku þau þátt í hátíð Eyjamanna.

Forsetinn hvatti Eyjamenn til bjatsýni enda hefði bjartsýnin verið þeim að leiðarljósi á meðan gosið stóð yfir. Forsetinn var heiðursgestur í fagnaði sem Rauðakrossdeildin í Vestmannaeyjum hélt fyrir fermingarbörn frá árinu 1973 en þeim árgangi, og tveimur þar á eftir, bauð norski Rauða krossinn til Noregs.

Forsetinn kom víða við og kunnu Vestmannaeyingar vel að meta þátttöku hans í hátíðarhöldunum. Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs, segir hátíðina hafa gengið vel fyrir sig og að framkvæmdastjóri hennar, Andrés Sigurvinsson, hafi unnið stórvikið. Hátíðarhöldum í tilefni goslokaafmælisins lauk í gærkvöldi.