Ein af nýjungum sumarsins á Gásum verður á morgunn, sunnudaginn 27. júlí kl. 11:00 en þá verður farið í dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum með viðkomu á tveimur öðrum sögufrægum stöðum þ.e. Skipalóni og Hlöðum.
Ein af nýjungum sumarsins á Gásum verður á morgunn, sunnudaginn 27. júlí kl. 11:00 en þá verður farið í dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum með viðkomu á tveimur öðrum sögufrægum stöðum þ.e. Skipalóni og Hlöðum. Farið verður af stað frá bílastæðinu við Gáseyri.

Gengið verður fyrst um uppgraftarsvæði kaupstaðarins undir leiðsögn Dagbjartar Ingólfsdóttur en eftir það tekur Bjarni Guðleifsson, náttúrufræðingur, við leiðsögninni. Gengið verður að Skipalóni og Hlöðum og endað á Möðruvöllum þar sem rúta bíður til að ferja göngufólk aftur að bílastæðinu. Fólk er hvatt til að vera vel skóað og hafa með sér nesti. Þátttökugjald 1000 krónur.