Hinn ungi Justin Rose er væntanlegur á mótið og vonandi að íslenskir keppendur velgi honum undir uggunum.
Hinn ungi Justin Rose er væntanlegur á mótið og vonandi að íslenskir keppendur velgi honum undir uggunum.
BEIN útsending verður hjá Ríkissjónvarpinu á Nýherja Canon Open gólfmótinu sem fram fer á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði í dag, laugardag. Þetta er ekki nein venjuleg keppni og eru flinkir erlendir golfarar mættir til landsins til þátttöku.

BEIN útsending verður hjá Ríkissjónvarpinu á Nýherja Canon Open gólfmótinu sem fram fer á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði í dag, laugardag.

Þetta er ekki nein venjuleg keppni og eru flinkir erlendir golfarar mættir til landsins til þátttöku. Meðal keppenda verða t.d. Justin Rose og Peter Baker.

Þetta er fjórða sumarið í röð sem Canon og Nýherji halda mót af þessu tagi en mótin hafa verið með vinsælli viðburðum í íslenska golfheiminum.

Justin og Peter eru báðir allsjóaðir í íþróttinni. Justin Rose er bráðungur, fæddur 1980, og þegar orðinn atvinnumaður í íþróttinni og einn efnilegasti breski golfarinn. Peter Baker er sömuleiðis Breti og keppti m.a. í Ryder-liði Evrópu árði 1993.

Þrír efstu keppendurnir á mótinu á Hvaleyrarholtsvelli fá þátttökurétt á Canon Pro/Am mótinu þar sem verður til mjög mikils að vinna. Það verður eflaust spennandi að sjá hvort að fremstu kylfingar Íslands muni geta staðið uppi í hárinu á þessum erlendu golfstjörnum.

Útsendingin frá Golfmóti Nýherja og Canon hefst kl. 15.50 og verður samantekt sýnd kl. 18.00.