Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að skoða nýjar flugvélar, en umboðsaðilar Piper í Danmörku, Air Alpha, ætla að koma hingað með nýja vél, Piper Archer III, og vera með hana til sýnis á Reykjavíkurflugvelli við félagsheimili...

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að skoða nýjar flugvélar, en umboðsaðilar Piper í Danmörku, Air Alpha, ætla að koma hingað með nýja vél, Piper Archer III, og vera með hana til sýnis á Reykjavíkurflugvelli við félagsheimili einkaflugmanna í Fluggörðum frá kl. 14 til 18, sunnud. 27 júlí.

Piper Archer III kom fyrst á markað árið 1996 og þykir sérstaklega vel heppnuð hvort sem er til kennslu, atvinnuflugs og ekki síst til einkaflugs.

Jafnframt þessu ætla Piper-eigendur á Íslandi að vera með sínar vélar á staðnum.