Það hefur ekki farið fram hjá neinum umræða um frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um viðskiptahætti olíufélaganna. Öllum er það ljóst að málið lítur illa út en það er mikilvægt á þessari stundu að málið verður að fá að hafa sinn gang.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum umræða um frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um viðskiptahætti olíufélaganna. Öllum er það ljóst að málið lítur illa út en það er mikilvægt á þessari stundu að málið verður að fá að hafa sinn gang. Olíufélögin eiga eftir að nýta sér andmælarétt sinn og að því búnu má gera ráð fyrir að Samkeppnisstofnun skili frá sér endanlegri niðurstöðu. Á grundvelli hennar verða þeir sem málið varða, síðan að taka ákvarðanir um framhaldið.

Einn er sá þáttur málsins sem þolir enga bið. Það liggur fyrir að borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, undirritaði tilboð frá einu olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Það hefur einnig komið fram að hann sendi tölvupóst til forstjóra og lagði á ráðin með þetta útboð. Hann gegndi þá starfi markaðasstjóra hjá Olíufélaginu eða Esso.

Eins og málið lítur út í dag eru líkur á að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð í tengslum við þetta útboð. Þórólfur Árnason veit hvort sú var rauninÉg held að allir óski þess að svo hafi ekki verið og einnig að borgarstjóri hafi ekki tengst meintu verðsamráði eða öðrum slíkum viðskiptaháttum í starfi sínu hjá Olíufélaginu.Það segir sig hins vegar sjálft að ef um verðsamráð var að ræða þá var brotið á borginni. Núverandi borgarstjóri verður að svara því núna hvort um slíkt hafi verið að ræða. Þögn æðsta embættismanns borgarinnar í þessu máli kallar á vangaveltur sem að veikja ekki einungis hann sjálfan heldur trúverðugleika stjórnkerfis Reykjavíkurborgar. Ef ekkert kemur svarið þá velta menn því fyrir sér hvort borgarstjóri hafi tekið þátt í að blekkja borgaryfirvöld í þessu stóra útboði. Einungis hann getur eytt slíkum vangaveltum.

Bogarstjóri hefur tjáð fjölmiðlum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi vitað um meinta aðild hans að málinu en samt sem áður lagt til að hann yrði eftirmaður sinn. Borgarstjóri hlýtur að upplýsa borgarstjórn og almenning um það sem að hann upplýsti fyrrverandi borgarstjóra.

Eftir Guðlaug Þór Þórðarson

Höfundur er borgarfulltrúi og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.