HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í handknattleik, skipað leikmönnum undir 19 ára aldri, hefur valið leikmannahóp sinn, sem tekur þátt í lokakeppni Evrópukeppni landsliða. Keppnin hefst í Slóvakíu 8. ágúst.
HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í handknattleik, skipað leikmönnum undir 19 ára aldri, hefur valið leikmannahóp sinn, sem tekur þátt í lokakeppni Evrópukeppni landsliða. Keppnin hefst í Slóvakíu 8. ágúst. Tólf þjóðir taka þátt í EM og verður leikið í tveimur riðlum og síðan um sæti - sigurvegarar riðlana um gull. Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Slóvakíu, Þýskalandi, Rússlandi og Slóveníu. Leikmanahópur Heimis er Björgvin Gústavsson, HK og Pálmar Pétursson, Val, markverðir. Aðrir leikmenn eru: Árni Björn Þórarinsson, KA, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar, Arnór Atlason, KA, Ingvar Árnason, Val, Andri Stefan, Haukum, Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, Davíð Guðnason, Víkingi, Ragnar Hjaltested, Víkingi, Einar Ingi Hrafnsson, UMFA, Hrafn Ingvarsson, UMFA, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, og Ívar Grétarsson, Selfossi.