MARGIR af leikmönnum norska úrvalsdeildarliðsins Lyn í knattspyrnu eru ósáttur við þjálfara liðsins, Teit Þórðarson, og segir í fréttum útvarpsstöðvarinnar P4 í Noregi í gær og einnig í sjónvarpsfréttum TV2 að upplausnarástand ríki í herbúðum liðsins.

MARGIR af leikmönnum norska úrvalsdeildarliðsins Lyn í knattspyrnu eru ósáttur við þjálfara liðsins, Teit Þórðarson, og segir í fréttum útvarpsstöðvarinnar P4 í Noregi í gær og einnig í sjónvarpsfréttum TV2 að upplausnarástand ríki í herbúðum liðsins. TV2 segir í frétt sinni að fyrir æfingu liðsins á föstudag hafi Teitur safnað saman leikmönnum á fund úti á æfingasvæði liðsins þar sem Teitur sagði m.a. að fjórir leikmenn liðsins hefðu ekki verið meiddir eins og þeir sögðust vera fyrir leik liðsins í bikarkeppninni gegn Rosenborg.

Lyn tapaði leiknum 5:0.

Leikmennirnir Jonny Hanssen, Thomas Lagerlöf, Jan Derek Sørensen og Thomas Andre Ødegaard voru á meiðslalista félagsins fyrir leikinn en þeir gengu út af æfingu liðsins fyrr í vikunni án skýringa.

TV2 segir ennfremur að Teitur hafi hækkað röddina svo um munaði á þessum fundi og að leikmennirnir fjórir hafi svarað fyrir sig fullum hálsi.

Lyn varð í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en Teitur tók við sem þjálfari liðsins sl. haust og hefur náð 16 stigum í hús þegar 13 umferðum er lokið.

TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að margir af leikmönnum liðsins vilji að Teitur verði ekki þjálfari liðsins áfram en hvorki Teitur, leikmenn né forráðamenn liðsins tjáðu sig við norska fjölmiðla í gær um málið.