Hagsmunir hverra? LAUFEY hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að hún væri ekki alls kostar sátt við vinnubrögð barnaverndaryfirvalda.

Hagsmunir hverra?

LAUFEY hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að hún væri ekki alls kostar sátt við vinnubrögð barnaverndaryfirvalda. Finnst henni sem oft sé gengið fram með miklu offorsi í slíkum málum og að foreldrarnir fái ekki nægilegt tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr áður en börnin eru tekin af þeim.

Er sjónvarpsdagskráin ruslpóstur?

ÍRIS hafði samband við Velvakanda og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hafði sett merki á bréfalúguna frá póstinum sem gefur það til kynna að enginn ruslpóstur eigi að berast inn um hana. Síðan þá hefur sjónvarpsdagskráin ekki borist. Hún stóð ekki í þeirri trú að sjónvarpsdagskráin flokkaðist undir ruslpóst.

Lambakjötið óætt

ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og lýsti yfir ánægju sinni með grein Helga Hjálmssonar frá 16. júlí sl. Hún sagðist vera hjartanlega sammála Helga og tekur undir það að ekki sé hægt að fá almennilegt lambakjöt nú til dags. Lambakjötið sé oft á tíðum hreinlega óætt. Ágústa hvetur fólk til þess að láta í sér heyra varðandi þetta mál.

Myndavél fannst

STAFRÆN myndavél fannst á leiðinni frá Grindavík til Krísuvíkur (Í Bláa lónið). Upplýsingar í síma 5578040.

Húslyklar glötuðust

HÚSLYKLAR glötuðust á leiðinni milli Austurbæjarskóla og Nönnugötu fyrir sl. helgi. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hafa samband í síma 8487970.

Gullhringur með tópas tapaðist

GULLHRINGUR með stórum tópas tapaðist fyrir nokkru, e.t.v. á golfvellinum Oddi. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 8980094.

Gullhringur tapaðist við Jökulsárlón

GULLHRINGUR með steini og áletrun innan í tapaðist við Jökulsárlón þriðjudaginn 15. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 6643193.

Kettlingur fannst

GULUR og hvítur skógarköttur fannst við Eggertsgötu þann 22. júlí sl. Upplýsingar í síma 8950912

Páfagaukur í óskilum

BLÁGRÆNN páfagaukur með gulan haus og bláa vangadepla, flaug inn um glugga við Álfaheiði, Kópavogi, þann 22. júlí sl. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 5546698 eða 8204780.

Kassavanir kettlingar fást gefins

FIMM yndislegir, fallegir og kassavanir 8 vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar gefur Anna í síma 8605566 eða 5518494.

Svört og hvít læða fannst

SVÖRT og hvít læða, stálpaður kettlingur, fannst nálægt Hvanneyri í Borgarfirði 14. júlí sl. Kisan er mjög mannelsk og greinilega heimilisköttur. Farið var með hana í Kattholt.