FÉLAGARNIR úr Queen eru fjarri því dauðir úr öllum æðum þó að aðalsöngvarinn hafi látist fyrir 12 árum. Freddie Mercury (eða Farrokh Bulsara eins og hann var var skírður) var enda með mestu snillingum sem fram hafa komið á tónlistarsviðinu.
FÉLAGARNIR úr Queen eru fjarri því dauðir úr öllum æðum þó að aðalsöngvarinn hafi látist fyrir 12 árum. Freddie Mercury (eða Farrokh Bulsara eins og hann var var skírður) var enda með mestu snillingum sem fram hafa komið á tónlistarsviðinu. Platinum Collection safnplatan með Queen stekkur upp í 27. sæti sölulistans en þar er á ferð heildstæð þreföld safnplata með öllum helstu smellum hljómsveitarinnar, sem þó eru ófáir. "Bohemian Rhapsody", "Another One Bites the Dust" og "I Want to Break Free" eru aðeins nokkrir af brjáluðum smellum á þessari safnplötu.