Tímarit Máls og menningar er komið út og eru þetta 3. og 4. hefti 64. árgangs. Meðal efnis er grein Valdimars Tr. Hafstein um endursköpun fortíðarinnar. Valdimar vekur athygli á því hvernig sjálfsmynd þjóða er sköpuð í þágu samtímans.
Tímarit Máls og menningar er komið út og eru þetta 3. og 4. hefti 64. árgangs. Meðal efnis er grein Valdimars Tr. Hafstein um endursköpun fortíðarinnar. Valdimar vekur athygli á því hvernig sjálfsmynd þjóða er sköpuð í þágu samtímans. Sjálfsmyndin er líka viðfangsefni Bjarna Bjarnasonar í greininni "Íslandsmýtan".

Fortíð og samtíð fléttast saman í grein Katrínar Jakobsdóttur um rapp sem hluta af íslenskri menningu. Tónlistin kemur líka við sögu í grein Michaels S. Gibbons þar sem borgaralegir bóhemar eru teknir á beinið. Samspil fortíðar og nútíðar er einnig að finna í grein Olgu Holowniu um Hringadróttinssögu og Völuspá. Á sama hátt tengir Ásgeir Jónsson nýja tíma og gamla í grein um Villta vestrið á Íslandi; Shakespeare og höfund Njálu.

Kristján B. Jónasson fjallar um íslensk ljóð, Þorgerður E. Sigurðardóttir skrifar um hryllingsbarnabækur, Úlfhildur Dagsdóttir um sæberpönk og Þorleifur Hauksson um stílfræði.

Þetta er síðasta heftið sem Edda - útgáfa stendur að. Bókmenntafélagið Mál og menning hefur tekið við tímaritinu og standa vonir til að hægt verði að halda útgáfu þess áfram strax á næsta ári, eins og fjallað er um í heftinu.