29. október 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Helmingsfjölgun farþega hjá Katla Travel milli ára

90% sætanýting sumarið 2003

RÚMLEGA 13 þúsund ferðamenn komu til Íslands í sumar á vegum Katla Travel, Troll Tours og Thomas Cook og hefur þeim fjölgað um helming frá því í fyrra.
RÚMLEGA 13 þúsund ferðamenn komu til Íslands í sumar á vegum Katla Travel, Troll Tours og Thomas Cook og hefur þeim fjölgað um helming frá því í fyrra. Fyrr á þessu ári var gert ráð fyrir að farþegar í orlofsferðum á vegum Katla Travel yrðu tvöfalt fleiri og gekk sú áætlun eftir. Katla Travel skipuleggur flug til Íslands frá þremur borgum í Þýskalandi og einni í Austurríki. Aukningin í umsvifum Katla Travel helst því í hendur við fjölgun ferðamanna frá þessum löndum. Leiguflug félagsins stóð níu vikum lengur en árið 2002 og var sætanýtingin í því mjög góð eða tæp 90%.

Af þessum 13 þúsund gestum fóru fjögur þúsund í hringferð um landið í skipulögðum hópferðum þar sem þeir gistu á hótelum en aðrir gestir ferðuðust um landið á eigin vegum. Ferðamönnum frá Þýskalandi og Austurríki, en þaðan koma helstu viðskiptavinir Katla Travel, fjölgaði mest í sumar. Ferðamenn frá ofangreindum löndum eru verðmætustu ferðamenn íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem þeir ferðast mest um landið og hafa lengsta viðdvöl fimm dýrustu mánuði ársins, segir í fréttatilkynningu. Katla Travel rekur einnig sumarhúsaleiguna Viator og gekk rekstur hennar framar vonum. Meðalnýting á hvert hús var um tíu vikur en alls voru húsin leigð út í 445 vikur í sumar.

Í sumar störfuðu um 40 manns hjá Katla Travel og tengdum fyrirtækjum en yfir vetrarmánuðina starfa allajafna tíu manns hjá fyrirtækinu í Þýskalandi og á Ísland.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.