22. nóvember 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

Kynningarbæklingur fyrir sumarhúsaeigendur

SUMARHÚSAMIÐLUNIN Viator ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útvega erlendum ferðamönnum sumarhús á Íslandi. Viator gaf nýverið út kynningarbækling. Viator gefur eigendum sumarhúsa kost á að afla tekna af sumarhúsum sínum.
SUMARHÚSAMIÐLUNIN Viator ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útvega erlendum ferðamönnum sumarhús á Íslandi. Viator gaf nýverið út kynningarbækling.

Viator gefur eigendum sumarhúsa kost á að afla tekna af sumarhúsum sínum. Þetta fyrirkomulag er alþekkt erlendis. Viator er fyrst íslenskra fyrirtækja til að starfrækja þjónustu á borð við þessa, segir í fréttatilkynningu. Fyrirtækið er í samstarfi við erlend fyrirtæki sem reka sams konar starfsemi víða um Evrópu.

Viator sér um alla kynningu á þeim sumarhúsum sem í boði eru. Í því felst meðal annars kynning með texta og mynd. Fjölmargar fjölskyldur, aðallega í Þýskalandi og Austurríki, sækjast eftir að fá að skoða framboð á sumarhúsum til leigu. Húsin eru kynnt í bæklingum erlendra ferðaskrifstofa í kynningarbæklingi Viator og á www.viator.is.

Eigendur og framkvæmdastjórar Viator eru Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson.Viator er eitt þriggja fyrirtækja í samstæðunni Katla Travel GmbH, sem sérhæfir sig í markaðs- og sölustarfsemi í Þýskalandi, Katla DMI ehf., sem sér um skipulagningu hóp- og einstaklingsferða á Íslandi og Viator ehf. Á þessu sumri voru farþegar í orlofsferðum til Íslands á vegum fyrirtækisins tvöfalt fleiri en í fyrra.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.