Tignarlegir sigurvegarar hneigðu sig tígulega á sviði Borgarleikhússins.
Tignarlegir sigurvegarar hneigðu sig tígulega á sviði Borgarleikhússins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞRJÁR stúlkur báru sigur úr býtum í keppni í listdansi sem fram fór í Borgarleikhúsinu á þriðjudag, en þar kepptu efnilegustu ballettdansarar Íslands af yngstu kynslóðinni um þátttökurétt í fjölþjóðlegri keppni.
ÞRJÁR stúlkur báru sigur úr býtum í keppni í listdansi sem fram fór í Borgarleikhúsinu á þriðjudag, en þar kepptu efnilegustu ballettdansarar Íslands af yngstu kynslóðinni um þátttökurétt í fjölþjóðlegri keppni.

Stúlkurnar, þær Sæunn Ýr Marinósdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir og Hrafnhildur Ágústsdóttir, munu keppa fyrir hönd Íslands í sérstakri norrænni ballettkeppni í Svíþjóð dagana 21. og 22. maí, þar sem nemendur frá öllum ríkisreknum ballettskólum á Norðurlöndunum koma saman og keppa. Stúlkurnar eru allar nemendur við Listdansskóla Íslands en nemendur frá þremur skólum kepptu í danskeppninni.Keppnin í Svíþjóð hefur verið haldin í sextán ár, en Íslendingar senda nú keppendur í fimmta sinn. Í fyrra komst einn íslenskur keppandi í úrslit og varð fjórða.