Hin hæfileikaríka Díana Ross virðist því miður í tómu rugli þessa dagana.
Hin hæfileikaríka Díana Ross virðist því miður í tómu rugli þessa dagana.
SÖNGKONUNNI Diönu Ross hefur verið skipað að fara aftur í fangelsi eftir að hún afplánaði ekki að fullu dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur.
SÖNGKONUNNI Diönu Ross hefur verið skipað að fara aftur í fangelsi eftir að hún afplánaði ekki að fullu dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Að sögn dómarans vantaði Ross klukkutíma upp á að hafa setið af sér þá 48 tíma sem henni voru dæmdir, auk þess sem hún var aldrei inni 24 tíma í röð, eins og dómurinn kvað á um. Ross á að hafa yfirgefið fangelsið, sem er í Greenwich, nokkrum sinnum meðan á dvölinni stóð, með áðurnefndum afleiðingum. Því hefur dómarinn sagt að hún skuli endurtaka fangelsisdvölina, í þetta skipti í Tucson, þar sem hún skal vera inni alla 48 tímana samfellt. Ákveðið hefur verið að málið verði tekið upp aftur 1. apríl, en ekki er búist við að Ross sjálf mæti, en hún er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Lögmaður söngkonunnar hefur sagt að hún hafi fullnægt dóminum. Hann segir að dómaranum sé ekki kunnugt um vissar mildandi kringumstæður.