— Morgunblaðið/Ásdís
Bollur með gráðosti og hnetum 1 dl hveitiklíð 1 dl heilhveiti 5 dl hveiti 1 tsk salt 3½ tsk þurrger 100 g valhnetukjarnar 3 dl volgt vatn 2 msk olía 4 msk kotasæla eða skyr 100 g gráðostur 1.
Bollur með gráðosti

og hnetum

1 dl hveitiklíð

1 dl heilhveiti

5 dl hveiti

1 tsk salt

3½ tsk þurrger

100 g valhnetukjarnar

3 dl volgt vatn

2 msk olía

4 msk kotasæla eða skyr

100 g gráðostur

1. Takið frá 1 dl af hveiti og setjið á disk til nota síðar ef þörf krefur.

2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og gerinu líka.

3. Blandið næst saman vatni og olíu og myljið gráðostinn út í og setjið kotasæluna/skyrið saman við og hrærið.

4. Blandið þessari blöndu saman við þurrefnin og hrærið og hnoðið.

5. Bætið hveitinu sem tekið var frá í upphafi saman við eftir þörfum og hnoðið deigið þar til það sleppir bæði hönd og borði. Deigið á að vera mjúkt.

6. Setjið það aftur í deigskálina og skálina í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn og látið hefast í um 15 mín.

7. Hvolfið deiginu aftur á borðið, þrýstið loftinu úr því og hnoðið og mótið litlar bollur, penslið þær með eggi og bakið í um 20 mín. við 200°C.