Glaumur og gleði á árlegri skemmtun: Ingibjörg Baldursdóttir, Sjöfn Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir og Fjóla Kjartansdóttir brostu breitt.
Glaumur og gleði á árlegri skemmtun: Ingibjörg Baldursdóttir, Sjöfn Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir og Fjóla Kjartansdóttir brostu breitt. — Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunamannahreppur | Um þetta leyti árs, allt frá árinu 1943, hafa Hrunamenn haldið veglega vetrarskemmtun. Þetta er hjónaballið svonefnda sem nýlega fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur | Um þetta leyti árs, allt frá árinu 1943, hafa Hrunamenn haldið veglega vetrarskemmtun. Þetta er hjónaballið svonefnda sem nýlega fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum. Auk hefðbundinnar matarveislu voru flutt heimatilbúin skemmtiatriði, sem jafnan eru eins konar annáll ársins í bundnu máli sem óbundnu. Já, það var sannarleg líf og fjör, sungið og dansað en hljómsveit Bogomil Font sá um dansmúsíkina langt fram á nótt.