HEKLA kynnir um helgina fimmtu kynslóð af Volkswagen Golf. Ný kynslóð Golf er afurð 30 ára þróunar stærsta bílaframleiðanda Þýskalands.

HEKLA kynnir um helgina fimmtu kynslóð af Volkswagen Golf. Ný kynslóð Golf er afurð 30 ára þróunar stærsta bílaframleiðanda Þýskalands. Meðal staðalbúnaðar í Golf má nefna sex loftpúða, spólvörn, ABS-hemlakerfi með EBD hemladreifijöfnun og langtímaolíukerfi með strjála þjónustutíðni.

Breytt útlit

Framendi nýja Golfsins er endurhannaður að öllu leyti og hann klýfur nú loftið á besta mögulega hátt. Tvöföld framljós eru áberandi og brettin eru sveigð inn á við að baki framljósunum sem vélarhlífin fellur að og myndar ásamt vatnskassahlífinni V-laga hönnun sem undirstrikar enn frekar öflug einkenni hins nýja Volkswagens.

Mismunandi útgáfur

Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismunandi frágangi og búnaði í útgáfunum Trendline, Comfortline og Sportline. Í öllum útgáfunum er að finna sömu þægindin og öryggisbúnað, þar með talda sex loftpúða, fimm hnakkapúða (framvirka), þriggja punkta öryggisbelti og nýja gerð stýrisstangar og fótstiga sem þrýstast saman við árekstur. Það er nýmæli að bensíngjöfin er höfð lóðrétt af vinnuvistfræðilegum ástæðum.