Nokkrir nemendanna í sýningunni Hulduheimar.
Nokkrir nemendanna í sýningunni Hulduheimar.
NEMENDUR JSB glíma við galdra og hulin öfl á nemendasýningu á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 13 og 15 í dag, laugardag. Í kjölfar vinsælla bíómynda og bóka sbr.

NEMENDUR JSB glíma við galdra og hulin öfl á nemendasýningu á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 13 og 15 í dag, laugardag.

Í kjölfar vinsælla bíómynda og bóka sbr. Harry Potter og Hringadróttinssögu fæddist sú hugmynd hjá kennurum skólans að gera eitthvað spennandi og ævintýralegt með nemendum um hulduheima. Útkoman lítur nú dagsins ljós en yfirskrift sýningarinnar er Hulduheimar.

Allir nemendur skólans, um 750 talsins, munu taka þátt í sýningunni. Kennarar og nemendur skólans hafa útfært þrjár mismunandi útgáfur á sömu hugmynd sem sýndar verða á þremur sýningum.

Sýningar verða sex á þremur dögum. Næstu sýningar verða laugardaginn 27. mars kl. 13 og 15 og sú þriðja miðvikudaginn 31. mars kl. 18 og 20.