Garðyrkja og skógrækt: Nemendur við vinnu að rannsóknum.
Garðyrkja og skógrækt: Nemendur við vinnu að rannsóknum. — Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hveragerði | Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi er sérhæfður í að mennta fólk sem er áhugasamt um garðyrkju og skógrækt. Næsta haust á að auka enn námsframboðið og bjóða upp á 30-45 eininga háskólanám í fræðunum. Þrjár námsleiðir verða í boði þ.e.

Hveragerði | Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi er sérhæfður í að mennta fólk sem er áhugasamt um garðyrkju og skógrækt. Næsta haust á að auka enn námsframboðið og bjóða upp á 30-45 eininga háskólanám í fræðunum. Þrjár námsleiðir verða í boði þ.e. garðyrkjutækni, skógræktartækni og skrúðgarðyrkjutækni.

Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, skólameistara Garðyrkjuskólans, verður hafist handa í haust að tilskildum leyfum fengnum. "Ný reglugerð sem tók gildi á sumardaginn fyrsta í fyrra gefur okkur svigrúm til að kenna á háskólastigi." Enn fremur segir Sveinn að skólinn hafi í samvinnu við Háskóla Íslands boðið upp á nám í garðyrkjutækni frá árinu 2001 enda rannsóknir Garðyrkjuskólans á sínum fagsviðum verulegar og forsenda háskólakennslu.

Reiknað er með að til að hefja kennslu þurfi fjöldi nemenda að vera átta á hverri braut. Varla þarf að kvíða nemendaskorti því margir hafa sýnt þessu nýja námi mikinn áhuga.