ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir í Fréttablaðinu 15/2 að sjónarmið Reykvíkinga um skipulagsmál hafi komið fram, en hafa athugasemdir eitthvað verið teknar til greina?

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir í Fréttablaðinu 15/2 að sjónarmið Reykvíkinga um skipulagsmál hafi komið fram, en hafa athugasemdir eitthvað verið teknar til greina?

Það var líka kosið um flugvallarmálið og var meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði á móti vellinum. Síðan hefur ekki verið á hann minnst. Flugvöllurinn og nýja Hringbrautin í miðbæ Reykjavíkur eyðileggja framtíðarbyggingarsvæði Reykjavíkur, svo einfalt er það. Ungir jafnaðarmenn skora á borgarstjórn Reykjavíkur að skoða vandlega hvort fara eigi í þessa framkvæmd. Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrrum framsóknarkona og nú nýkrati, er annarrar skoðunar í Morgunblaðinu 18/2 og segir löngu ákveðið að fara þessa leið og ólíklegt að framkvæmdum verði skotið á frest. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var því þó slegið á frest á síðustu stundu að koma með framkvæmdaráætlun að gatnamótum Hringbrautar og Kringlumýrarbrautar sem þó var búið að leggja vinnu og peninga í, því ekki átti þetta að verða nein smáframkvæmd, bæði ofan og þó sérstaklega neðanjarðar því þar áttu að vera aðalstöðvar SVR, hvorki meira né minna, fyrir utan brýr og slaufur ofanjarðar. Það er talað um að setja Hringbrautina í stokk en vel má vera að það væri þörf á því að setja einhverja hlíf sitthvorum megin til að draga úr hávaða, en til að gera greiða leið milli gamla Landspítalans og svæðisins hinum megin við Hringbraut, þar sem Tanngarður er, má gera mjög greiða leið með göngum undir Hringbraut frá Landspítala að Tanngarði, svo einfalt er það og brot af kostnaðinum. Hitt má bíða þar til menn hafa náð áttum í skipulagsmálum Reykjavíkur. Hvað með slippsvæðið, það er enn eftir og hvað með veg úr vesturbæ og af Seltjarnarnesi í miðbæ Reykjavíkur og hvað með veg út úr borginni og hvar á hann að koma. Er það eitthvað á hreinu? Það er ekki búið að ákveða hvar vegurinn á að koma á svæðinu frá Skúlagötu að Gelgjutanga nema hvað varðar Sundahöfn. Einu sinni átti hann að fara um Grafarvog með ströndum og neðansjávar. Á hann kannski eftir allt saman að fara um Mosfellsbæ. Það er löngu orðið tímabært að leggja nýjan veg út úr borginni, því fyrir er bara gamli vegurinn með eina akrein í hvora átt og ætti bara að vera fyrir Mosfellinga og þá sem aka til Þingvalla á sunnudögum á sumrin enda liggur hann í gegnum miðja byggð í Mosfellsbæ. Og ekki nóg með það því allir sem koma af Suðurnesjum og ætla vestur þurfa að fara þennan veg. Þess vegna væri nær fyrir Reykvíkinga að koma höfuðborginni í vegasamband við landið en að eyðileggja Hringbrautina og grafa upp Vatnsmýrina til að byggja veg fyrir milljarða og kaupa hús við Miklubraut til að koma veginum þangað og þar á að koma brú og jarðgöng bæði undir og aftan á þeim vegi sem þar var lagður fyrir nokkrum árum. Þá var ekki farið að hugsa fyrir hvert vegurinn ætti að fara frá Öskjuhlíð. Samgönguráðherra ætlaði að grafa göng undir Öskjuhlíð og kirkjugarðinn til að koma fólkinu af vellinum í burtu. Þá var borgarstjórinn í Rvk ekki farinn að hugsa lengra en að Öskjuhlíð, svo einfalt var það nú bara.

GUÐMUNDUR BERGSSON,

Sogavegi 178.

Frá Guðmundi Bergssyni: