Tom Ridge
Tom Ridge
TOM Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, sagði í gær, að hryðjuverkin í Madríd í fyrradag gætu ekki orðið til annars en að auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi.

TOM Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, sagði í gær, að hryðjuverkin í Madríd í fyrradag gætu ekki orðið til annars en að auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi.

"Villimennskan sem einkennir þessi hryðjuverk mun án efa ekki verða til annars en að styrkja eindrægni þjóða heims í baráttunni gegn hryðjuverkum í hvaða mynd sem er," sagði Ridge er hann ávarpaði samtök erlendra fréttamanna í Bangkok í Taílandi.

Enn fremur sagði Ridge að hann gæti ekki sagt um hvort hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, hefðu átt þátt í voðaverkunum í Madríd, sem kostuðu 198 lífið.

Bangkok. AP.