"ANDSTÆÐINGARNIR eru með þrjú grönd á heilanum," segir Eddie Kantar í inngangi sínum að þraut dagsins, sem er snýst um það að finna réttu vörnina gegn frekjulegum þremur gröndum. Þetta er sveitakeppni. Vestur gefur; NS á hættu.

"ANDSTÆÐINGARNIR eru með þrjú grönd á heilanum," segir Eddie Kantar í inngangi sínum að þraut dagsins, sem er snýst um það að finna réttu vörnina gegn frekjulegum þremur gröndum. Þetta er sveitakeppni.

Vestur gefur; NS á hættu.

Norður
D109
872
ÁKG106
98

Austur
ÁG6
D95
932
KD74

Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass 1 lauf 1 hjarta
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass

Lesandinn er í austur og vestur kemur út með spaðaþrist, fjórða hæsta. Sagnhafi lætur níuna úr blindum og gosinn heldur (fjarkinn frá suðri). Hvað nú?

Alla vega er sjálfsagt að hlamma niður spaðaásnum í öðrum slag til að kanna hvort útspil makkers sé frá kóngnum fjórða eða fimmta.

En ef vestur sýnir ekki tvistinn væri glapræði að spila spaða áfram - þá er hætt við að austur ráði ekki við þrýstinginn í lokastöðunni:

Norður
D109
872
ÁKG106
98

Vestur Austur
K753 ÁG6
G6 D95
875 932
6532 KD74

Suður
842
ÁK1043
D4
ÁG10

"Góður makker á hjartagosann í þessari stöðu," segir Kantar, en þá dugir að skipta yfir í laufkóng í þriðja slag.

Við sjáum hvað gerist ef vörnin tekur fjóra spaðaslagi strax. Sagnhafi tekur alla tíglana og sá síðasti þvingar austur með Dxx í hjarta KD í laufi.