Bílasala Akureyrar afhenti fyrir skemmstu Heimahjúkrun á Akureyri sjö nýja vinnubíla af gerðinni Hyundai Getz, sem teknir eru á rekstrarleigu til þriggja ára í gegnum Ríkiskaup.
Bílasala Akureyrar afhenti fyrir skemmstu Heimahjúkrun á Akureyri sjö nýja vinnubíla af gerðinni Hyundai Getz, sem teknir eru á rekstrarleigu til þriggja ára í gegnum Ríkiskaup. Það er alvanalegt að bílar séu teknir til slíkra nota á þriggja ára fresti því starfsfólk heimahjúkrunarinnar þarf að vera á góðum og tryggum bílum, segir í frétt um bílaviðskiptin. Frá vinstri eru Ása Þorsteinsdóttir og Helga Guðnadóttir sjúkraliðar, Rut Petersen og Valgerður Vilhelmsdóttir hjúkrunarfræðingar og Þorsteinn Ingólfsson eigandi Bílasölu Akureyrar.