Sveitarfélagið Austur-Hérað og Íþróttafélagið Höttur hafa gert með sér samning um að félagið fái endurgjaldslaus afnot af íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir iðkendur yngri en 19 ára.
Sveitarfélagið Austur-Hérað og Íþróttafélagið Höttur hafa gert með sér samning um að félagið fái endurgjaldslaus afnot af íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir iðkendur yngri en 19 ára. Gerir það félaginu kleift að einbeita sér frekar að sínu innra starfi. Vilja samningsaðilar stuðla að styrkari tengslum sín á milli, með það að markmiði að styrkja sveitarfélagið sem áhugaverðan og góðan búsetukost þar sem m.a. fer fram kraftmikið íþróttastarf. Skuldbindur Höttur sig til að gera sem flestum á svæðinu kleift að stunda íþróttir og gæta þess að allir iðkendur hafi jafnan aðgang að félaginu og starfsemi þess.