HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að félagið telji rangt að mönnum sé meinað að stunda fjárhættuspil í atvinnuskyni.

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að félagið telji rangt að mönnum sé meinað að stunda fjárhættuspil í atvinnuskyni. Engin takmörk séu sett við því af hálfu löggjafans að menn hætti fé sínu í spilum sín í millum.

"Sjái einhver aðili sér hag í að bjóða upp á þess háttar leiki á þar til gerðum stað er hins vegar um lögbrot að ræða. Þetta telur Heimdallur ekki eðlilegt. Á sama tíma og löggjafinn setur athafnafrelsi manna þessar skorður er ákveðnum félögum sem alþingi eru þóknanleg heimilt að stunda fjárhættuspil að vild með sérstakri lagaheimild. Sú mótsögn sem í þessu felst er ólíðandi í frjálsu þjóðfélagi. Heimdallur hvetur því til þess að téð höft á atvinnustarfsemi manna verði afnumin hið fyrsta."