Þótt tíur og níur njóti ekki þeirrar virðingar að vera taldar til punkta, munar mikið um millispilin í grandsamningum. Hér sjást engar tíur og níur: Suður gefur; allir á hættu.

Þótt tíur og níur njóti ekki þeirrar virðingar að vera taldar til punkta, munar mikið um millispilin í grandsamningum. Hér sjást engar tíur og níur:

Suður gefur; allir á hættu.

Norður
765
K7653
Á54
62

Suður
ÁKG2
42
K62
ÁK43

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 2 grönd
Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Þetta eru 25 punktar á milli handanna og það á að duga í þrjú grönd, en samningurinn er afleitur eigi að síður; tómir tvistar og þristar til hliðar við háspilin. En útspilið er þó hagstætt - smár spaði upp í gaffalinn. Hvernig er best að spila?

Frómt frá sagt, þá er besti möguleikinn sá að vestur sé með ásinn þriðja í hjarta. En að því mæltu er ekki sjálfgefið að best sé að spila hjarta á kónginn strax. Það dugir alls ekki ef vestur dúkkar:

Norður
765
K7653
Á54
62

Vestur Austur
D1083 94
Á108 DG9
G93 D1087
D85 G1097

Suður
ÁKG2
42
K62
ÁK43

Hjartakóngurinn er vissulega áttundi slagurinn, en sá níundi fæst aldrei á hjarta nema með því að spila smáu frá báðum höndum strax - ella vantar innkomu á litinn.

Sem sagt: sagnhafi fær fyrsta slaginn á spaðagosa og spilar strax litlu hjarta í bláinn. Ef vörnin skiptir yfir í tígul, tekur suður slaginn og spilar hjarta á kónginn. Tígulásinn er þá enn í borði sem innkoma á hjartalitinn.