Um 20 manns unnu við að setja upp sviðið fyrir sýningarnar í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag og stóð sú vinna fram á morgun.
Um 20 manns unnu við að setja upp sviðið fyrir sýningarnar í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag og stóð sú vinna fram á morgun. — Morgunblaðið/Kristján
ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld en þá hófst vinna að setja upp 310 fermetra svið fyrir sýningu á söngleiknum Grease á sunnudag. Sýningarnar á sunnudag verða tvær, kl.

ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld en þá hófst vinna að setja upp 310 fermetra svið fyrir sýningu á söngleiknum Grease á sunnudag. Sýningarnar á sunnudag verða tvær, kl. 15 og 19 og er löngu uppselt á fyrri sýninguna en enn eru 350-400 miðar eftir á seinni sýninguna. Alls eru sæti fyrir 1.750 manns á hvorri sýningu. Mikil eftirvænting ríkir á Akureyri og nágrenni og stórir hópar víðs vegar af Norðurlandi eru á leið til sjá sýninguna í Höllinni, auk heimamanna.

"Þetta er stærsta og umfangsmesta leiksýning sem sett hefur verið upp hér á landi," sagði Sveinn Guðmundsson, varaformaður knattspyrnudeildar Þórs, en sýningarnar á Akureyri eru samstarfsverkefni Þórsara og 3 Sagas Entertainment. Allar stjörnurnar sem tekið hafa þátt í sýningunni á Grease í Borgarleikhúsinu í vetur, með þau Birgittu Haukdal og heimamanninn Jón Jósef Snæbjörnsson í broddi fylkingar mæta til leiks á sunnudag.

Alls eru í sviðinu stóra í Höllinni 800 vörubretti og undir þeim 260, 660 lítra fiskikör sem Þórsarar hafa fengið að láni hjá ÚA.