Elín Ósk Óskarsdóttir
Elín Ósk Óskarsdóttir — Morgunblaðið/Kristinn
KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ heldur tónleika í Njálsbúð á morgun, laugardag, kl. 14 og um kvöldið í Félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.30. Þá mun kórinn halda tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu, í Langholtskirkju fimmtudaginn 1. apríl kl.

KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ heldur tónleika í Njálsbúð á morgun, laugardag, kl. 14 og um kvöldið í Félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.30. Þá mun kórinn halda tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu, í Langholtskirkju fimmtudaginn 1. apríl kl. 20 og í Hlégarði Mosfellsbæ laugardaginn 3. apríl kl. 15.30.

Í kórnum eru um 50 söngmenn. Nokkir þeirra koma fram í einsöngs- og tvísöngsatriðum og tvöfaldur kvartett bregður fyrir sig betri fætinum. Gestasöngvari kórsins að þessu sinni er óperusöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir. Á efnisskrá kórsins er að finna kunn íslensk og erlend sönglög. M.a. verða tvö lög eftir Atla Guðlaugsson söngstjóra kórsins frumflutt. "Útreiðartúr" við texta eftir formann kórsins Hörð Björgvinsson og "Svo mælti sumarnóttin", við ljóð Sverris Pálssonar. Undirleikari er Sigurður Marteinsson.

Á vef kórsins www.stefnir.is, er ýmsan fróðleik að finna um sögu og framgöngu kórsins í rúmlega 64 ár.