Víðir Guðmundsson, þrautameistari karla 2004. Í öðru sæti varð Gunnlaugur Stefánsson og í því þriðja Björgvin Bessi Vilhjálmsson.
Víðir Guðmundsson, þrautameistari karla 2004. Í öðru sæti varð Gunnlaugur Stefánsson og í því þriðja Björgvin Bessi Vilhjálmsson. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Húsavík | Þrautameistarinn 2004 var haldinn í íþróttahöllinni á Húsavík á dögunum á vegum Töff Sport heilsuræktarinnar. Keppt var í þriggja manna liðum og einnig í ein-staklingskeppni.

Húsavík | Þrautameistarinn 2004 var haldinn í íþróttahöllinni á Húsavík á dögunum á vegum Töff Sport heilsuræktarinnar. Keppt var í þriggja manna liðum og einnig í ein-staklingskeppni. Fjögur karla- og fimm kvennalið mættu til leiks, alls tuttugu og sjö keppendur. Keppt var í þrautabraut og bíladrætti og svo sér í upphífingum og dýfum.

Á milli atriða sýndu börn úr fimleika- og karate-deildum Völsungs áhorfendum, sem voru fjölmargir, listir sínar.

Eftir harða keppni varð ljóst að í sigurliðið í kvennaflokknum voru Gellurnar úr Framhaldsskólanum. Í öðru sæti voru Þríhöfða stelpurnar úr Töff Sport og í því þriðja Stekkjarholts dýfurnar en nafn er tilkomið vegna þess að dýfurnar búa allar við sömu götu sen nefnist Stekkjarholt. Karlaflokkinn sigruðu Ungu töffararnir, í öðru sæti voru Súkkulaðistrákarnir úr Framhaldsskólanum í því þriðja.

Eldri Töffararnir

Þrautameistarinn 2004 í karlaflokki var Víðir Guðmundsson en hann sigraði einnig í upphífingum og dýfum. Þrautameistarinn 2004 í kvennaflokki var Sigurlaug Sævars-dóttir en í upphífingum og dýfum sigraði Arna Rún Oddsdóttir.

Hjónin Elísa Björk Elmarsdóttir og Fannar Helgi Þorvaldsson reka heilsuræktina Töff Sport. Þau voru mjög ánægð með daginn sem heppnaðist mjög vel. Að kveldi dags var síðan haldin árshátíð sem hófst með kokteilboði í stöðinni þar sem vígð voru ný brennslutæki. Aðsóknin í Töff Sport hefur verið góð í vetur og sagði Elísa Húsvíkinga alla vera að taka við sér í þessum efnum.