SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag og nýr fundur hefur verið boðaður nk. mánudag. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að viðræðurnar við sjómenn séu í eðlilegum farvegi.
SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag og nýr fundur hefur verið boðaður nk. mánudag. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að viðræðurnar við sjómenn séu í eðlilegum farvegi. Þær hafi í raun gengið ágætlega og samninganefndir hist reglulega á fundum. "Þetta er bara í vinnslu. Ég ætla rétt að vona að við séum að þokast nær samkomulagi. Menn eru að vinna sig áfram og ég hef trú á að við klárum þetta. Hvenær það verður get ég ómögulega sagt til um," segir Friðrik.