GUÐMUNDUR Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, varð að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum sem heldur í dag til Frakklands þar sem liðið mætir heimamönnum í tvígang í næstu viku.

GUÐMUNDUR Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, varð að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum sem heldur í dag til Frakklands þar sem liðið mætir heimamönnum í tvígang í næstu viku.

Reynir Þór Reynisson, markvörður Víkings, getur ekki farið með liðinu vegna meiðsla og í hans stað valdi Guðmundur Björgvin Gústavsson, markvörð HK.