BERNHARD Langer, fyrirliði Ryder-liðs Evrópu í golfi, hefur valið tvo aðstoðarmenn fyrir keppni liðsins gegn Bandaríkjunum í Michigan 17.-19. september. Langer segir að hann hafi ekki verið í vafa um að sænsku kylfingarnir Anders Forsbrand og Joakim Häggman væru besti kosturinn fyrir Evrópuliðið en Forsbrand er góður vinur Langer. Forsbrand er fyrsti sænski kylfingurinn sem tók þátt í Ryder-keppni en hann var í liðinu 1993, en Häggman var í liðinu sem vann á Belfry-vellinum árið 2002. Häggman hafði ekki unnið mót frá árinu 1997 en hann hefur ekkert leikið sl. sjö mánuði vegna ökklabrots, sem hann hlaut í ísknattleik.
Häggman sigraði á móti sem fram fór í Katar á dögunum en hann hefur ekki látið mikið að sér kveða á undanförnum árum. Nái hann hinsvegar að tryggja sér sæti í Ryder-liðnu mun hann láta af störfum sem aðstoðarmaður Langer.