Garður | Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs telur að núverandi skipan sveitarstjórna á Suðurnesjum, með fimm öflugum sveitarfélögum, hafi reynst vel og styður óbreytta skipan mála.

Garður | Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs telur að núverandi skipan sveitarstjórna á Suðurnesjum, með fimm öflugum sveitarfélögum, hafi reynst vel og styður óbreytta skipan mála.

Nefnd um sameiningu sveitarfélaga hefur óskað eftir samstarfi við landshlutasamtök um vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Eftir umræður í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum óskaði stjórnin eftir hugmyndum sveitarfélaganna að æskilegri sveitarfélagaskipan.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs er fyrst til að afgreiða erindið, eftir því sem næst verður komist, og styður óbreytta skipan. Bókunin var gerð samhljóða á fundi í fyrradag en tveir af þremur framboðum í bæjarstjórn eiga fulltrúa í bæjarráði. Samþykkin fer til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.