LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að bóndi á bænum Pálshúsum í Garðabæ skaut boxer-heimilishund til bana með riffli, en hundinum var sleppt lausum inn á landareign bóndans í fyrradag. Pálshús er innan bæjarmarka Garðabæjar.

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að bóndi á bænum Pálshúsum í Garðabæ skaut boxer-heimilishund til bana með riffli, en hundinum var sleppt lausum inn á landareign bóndans í fyrradag. Pálshús er innan bæjarmarka Garðabæjar. Að sögn lögreglunnar urðu vitni að atburðinum. Hundaeigendur hafa oft viðrað hunda sína á opnu svæði sem er við landareignina og hefur komið fyrir að hundar hafi áður farið inn á tún bóndans í óþökk hans.

Lögreglan segir málið mjög alvarlegt og varði við lög um ólöglega meðferð skotvopna. Hún segir að bóndinn hafi þegar viðurkennt verknaðinn.

Bærinn Pálshús stendur við bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar, skammt frá Hrafnistu í Hafnarfirði.