— Morgunblaðið/Guðrún Vala
Borgarnes | Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi frumsýndi í gær uppfærslu á leikverkinu Gúmmi Tarzan. Hátt í 50 unglingar hafa undanfarnar sjö vikur verið að æfa verkið undir leiðsögn Margrétar E. Hjartardóttur.
Borgarnes | Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi frumsýndi í gær uppfærslu á leikverkinu Gúmmi Tarzan. Hátt í 50 unglingar hafa undanfarnar sjö vikur verið að æfa verkið undir leiðsögn Margrétar E. Hjartardóttur. Næstu sýningar verða í dag, föstudag, kl. 17 og 20, og sunnudagskvöld 28. mars kl. 20. Hægt er að panta miða í síma 4371287.