Jóhannesarpassían | Á morgun verður Jóhannesarpassían flutt í Egilsstaðakirkju kl. 17. Flytjendur eru kór Tónlistarskóla Austur-Héraðs og Kammerkór Austurlands, auk hljómsveitar og einsöngvara og taka um 70 manns þátt í flutningi verksins.

Jóhannesarpassían | Á morgun verður Jóhannesarpassían flutt í Egilsstaðakirkju kl. 17. Flytjendur eru kór Tónlistarskóla Austur-Héraðs og Kammerkór Austurlands, auk hljómsveitar og einsöngvara og taka um 70 manns þátt í flutningi verksins. Konsertmeistari er Anna Podhajaska og Guðspjallamanninn syngur Þorbjörn Rúnarsson.

Jóhannesarpassíuna skrifaði J.S. Bach og fjallar hún um frásögn Jóhannesar guðspjallamanns af píslarsögu Krists. Verkið er gjarnan flutt á föstudaginn langa víða erlendis.

Jóhannesarpassían verður einnig flutt í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudaginn kemur kl. 14.