Björn Björnsson
Björn Björnsson
BJÖRN Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, kveðst ánægður með þá ákvörðun Noðurlandaráðs að efna til norrænnar kvikmyndaverðlaunahátíðar í fyrsta sinn árið 2005. "Við sem þessu tengjumst erum auðvitað mjög ánægð með það.

BJÖRN Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, kveðst ánægður með þá ákvörðun Noðurlandaráðs að efna til norrænnar kvikmyndaverðlaunahátíðar í fyrsta sinn árið 2005.

"Við sem þessu tengjumst erum auðvitað mjög ánægð með það. Það er lengi búið að ræða um þetta en ekki komist til framkvæmda fyrr en nú. Ég held að það sé alveg rétt sem hefur komið fram í mál menntamálaráðherra að þetta sé mjög mikilvægt og sýni líka þá grósku sem er í norrænni kvikmyndagerð og sé staðfesting og viðurkenning á því starfi.

[...] Þetta á örugglega eftir að verða mikil lyftistöng, bæði á Norðurlöndum og auðvitað hér, að fá svona norrænan Óskar," segir Björn Brynjúlfur.