FISKMARKAÐUR Suðurnesja var rekinn með 5,4 milljóna króna hagnaði á árinu 2003, samanborið við 20,7 milljóna króna hagnað árið áður.
FISKMARKAÐUR Suðurnesja var rekinn með 5,4 milljóna króna hagnaði á árinu 2003, samanborið við 20,7 milljóna króna hagnað árið áður.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tekjur hafi verið 330,4 milljónir á árinu, 4,1% minni en árið áður, en rekstrargjöld án afskrifta hafi verið 295 milljónir króna, og hafi minnkað um 1,7% á milli ára.

Fyrir afskriftir var hagnaður félagsins 34,7 milljónir samanborið við 43,8 milljónir árið áður.