JALIESKY Garcia Padron, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Göppingen, er tognaður í baki og gat því ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í byrjun næstu viku í Frakklandi.

JALIESKY Garcia Padron, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Göppingen, er tognaður í baki og gat því ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í byrjun næstu viku í Frakklandi.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Garcia hafi tognað í baki í síðustu viku. Ekki hafi verið um alvarlega tognun að ræða. Garcia lék með Göppingen gegn Hamburg á síðasta laugardag en var sprautaður í bakið fyrir leikinn. Síðan hafi hann verið í meðferð í vikunni og útlitið sé gott að hann nái sér á næstu dögum. Vegna þessa og veikrar stöðu Göppingen í þýsku 1. deildinni hafi forráðamenn liðsins ekki viljað að hann færi til móts við íslenska landsliðið í Frakklandi. Þess í stað að hann héldi sig heima í Göppingen og safnaði kröftum undir lokasprettinn í þýsku 1. deildinni. Göppingen er í 16. og þriðja síðasta sæti og því í fallhættu. Falli liðið niður í 2. deild er talið að það verði af 60 til 70 milljóna króna tekjum auk þess sem samningar við sterka leikmenn verða í uppnámi.