3. apríl 2004 | Forsíða | 84 orð | 1 mynd

Metallica til Íslands

VINSÆLASTA þungarokkssveit heims, Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí næstkomandi. Verða þetta síðustu tónleikar sveitarinnar í væntanlegri Evrópureisu.
VINSÆLASTA þungarokkssveit heims, Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí næstkomandi. Verða þetta síðustu tónleikar sveitarinnar í væntanlegri Evrópureisu. Þetta staðfestir Ragnheiður Hansson, aðstandandi tónleikanna hér á landi, og segir að þeir verði miklir að umfangi. Her starfsmanna komi með sveitinni og um 60 tonn af sviðsbúnaði.

"Þeir ætla að taka sér frí hérna eftir Evróputúrinn," upplýsir Ragnheiður. "Ætla að taka konurnar sínar með og svona. Það kemur fullt af blaðamönnum með svo og róturum og sviðsmönnum. Það er ansi mikið umfang í kringum þetta."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.