20. maí 2004 | Íþróttir | 193 orð

Magnús Agnar til Team Helsinge í Danmörku

MAGNÚS Agnar Magnússon, línumaður og fyrirliði handknattleiksliðs Gróttu/KR á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Helsinge á norðurhluta Sjálands.
MAGNÚS Agnar Magnússon, línumaður og fyrirliði handknattleiksliðs Gróttu/KR á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Helsinge á norðurhluta Sjálands. Jannik Frederiksen, framkvæmdastjóri Team Helsinge, segir í samtali við Frederiksborg Amts Avis, að Magnús verði ekki aðallínumaður Team Helsinge á næstu leiktíð og honum sé það ljóst því aðallínumaður liðsins, Martin Bager, sé framtíðarmaður með danska landsliðinu, hann sé efnilegur og verði ekki svo auðveldlega velt úr sessi. Það sé hins vegar mikill kostur fyrir liðið að hafa á næstu leiktíð tvo fyrsta flokks línumenn.

Sigursteinn Arndal, fyrrverandi leikmaður FH, hefur leikið með Team Helsinge undanfarin tvö ár.

Ljóst er að a.m.k. sex íslenskir handknattleiksmenn leika í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð auk Magnúsar.

Þeir eru Aron Kristjánsson, Jón Jóhannsson og Ragnar Óskarsson hjá Skjern, Róbert Gunnarsson með Aarhus GF, Gísli Kristjánsson hjá Fredericia HK og Sigursteinn hjá Team Helsinge. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, gangi til liðs við Aarhus GF. Hann var á æfingum hjá liðinu á dögunum og leist forráðamönnum Árósar-liðsins vel á það sem þeir sáu til Sturlu. Var honum boðinn samningur í kjölfarið en Sturla hefur enn ekki svarað.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.