Páll Gunnarsson
Páll Gunnarsson
STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líffræðings. Stofnendur eru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, móðir Páls og systkini hans, Hallgrímur Gunnarsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir og fjölskyldur þeirra.

STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líffræðings. Stofnendur eru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, móðir Páls og systkini hans, Hallgrímur Gunnarsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir og fjölskyldur þeirra. Stofnframlag í sjóðinn er 14 milljónir króna. Systkini Páls skipa stjórn sjóðsins.

Vöxtum af stofnframlagi verður úthlutað ár hvert og verður vöxtum úthlutað 20. maí árið 2005 í fyrsta sinn og síðan árlega til helminga í tvo staði.

Í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt um stofnun sjóðsins segir m.a.:

"Tilgangurinn er að ánafna helminginn til skógræktar. Með stofnun sjóðsins er heiðruð minning Páls en sem lítill drengur hafði hann orð á því við ömmu sína, Áslaugu og mömmu: "Ef ég verð ríkur, þegar ég verð stór, þá ætla ég að klæða Ísland skógi."

Hinum helmingnum af arðinum er ánafnað til Klúbbsins Geysis eða annarra geðverndarmála. Veikindi sín bar hann með hetjuskap og drenglyndi og gerði sér fulla grein fyrir hvað þyrfti með til hjálpar.

Í Heiðmörk hefur verið komið upp skógarlundi, sem ber nafn Páls eða "Pálslundur"."